Færsluflokkur: Bloggar
18.8.2010 | 23:12
Leiðrétting
Miðað við land(a)fræðina í kringum Höfn og kortið sem fylgir fréttinni er augljóst að ekki er um Jökulsárlón að ræða, heldur Jökulsá í Lóni.
Takk fyrir vandaða fréttamennsku og að fara "alltaf" rétt með staðreyndir, mbl.is.
Festu jeppa á vaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.5.2010 | 23:56
Um stærðfræði
Síðast þegar ég gáði var 363 deilt með 60: 6,05. Það er vissulega rúmlega 5, en talsvert nær því að vera rúmlega 6. Það væri því réttara að segja að sófakartöflurnar horfðu að meðaltali í rúma 6 klukkustundir á sjónvarpið á dag.
"Sófakartöflur" er hins vegar stórskemmtilegt orð.
Sófakartöflum fjölgar í Serbíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2010 | 20:42
Hvað er hann gamall?
Í þessari fyrstu færslu minni ætla ég einfaldlega að benda mbl.is mönnum og konum á það hversu einkennilegt það sé að maður yngist um heil þrjú ár milli fyrirsagnar og texta fréttarinnar. Að öllum gamni slepptu er það vissulega rétt að hann er 86 ára, en ekki 89 ára eins og stendur í fyrirsögninni. Það stendur meira að segja neðst í fréttinni að hann verði 89 ára árið 2013.
Fyrir utan þetta allt saman átti ég vissulega á dauða mínum von en ekki að fyrsta færslan á þessari síðu myndi fjalla um Robert Mugabe!
Það er gaman að segja frá því að búið er að leiðrétta fyrirsögnina, hvort það er vegna ábendingar minnar skal ósagt látið.
Mugabe fagnar 86 ára afmæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 22.2.2010 kl. 00:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurður Óskar Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar